sunnudagur, 10. september 2006

Þær gráu

eru erfiðar í gang, minna á gamlan landrover sem hefur fengið að sitja í skúrnum aðeins of lengi. En ég er sem sagt byrjuð í mastersnáminu, reyndar brá mér nokkuð við tilvonandi álagi sem verður að taka aðeins fastari tökum en Ba-námið var tekið forðum...Ísold byrjar ekki í leikskólanum fyrr en á miðvikudag þannig að erfiðlega hefur verið að finna tíma til að lesa. Nú loks þegar ég ætla hella mér útí lesturinn er ég eiginlega bara dauðuppgefin eftir málningavinnu og ýmislegt stúss. Ekki svo langt síðan það eina sem truflaði mig frá lestri var djamm, vinna og síðast en ekki síst horfaútíloftið á kaffihúsi! Jamm breyttar áherslur kannski ekki að furða að það sé sífellt verið að bjóða mér í þrítugsafmæli;
Svo er ég enn einu sinni búin að mála mig út í horn vegna þess ég get hreinlega ekki sýnt Magna nokkrum neinn áhuga. Í fyrsta lagi er hann alltaf frekar seint á dagskrá það á líka við um endursýninguna(eða þegar ég er löngu farin að fá mér minn tilskylda bjútíslíp), nota bene virðist vera klukkutíma seinkun á skjás eins dagskránni hér í Norðurmýrinni. Duló. Nú hlakka ég bara til þegar þessi umræða hættir og vonandi mun ég hafa vott af áhuga á næsta æði.

4 ummæli:

Aurélien sagði...

coucou c'est Aurélien. Je n'arrive pas à t'écrire tu peux me contacter ? Bisous.

Nafnlaus sagði...

One Word: Magni-ficent!
Jamm...þær gráu verða komnar á fljúgandi fart og hefur maður nokkuð annað að gera en að lesa nú þegar maður er kominn á fertugsaldurinn. Djamm, kaffihús ... þessi kvikindi eru á bak og burt...

Nafnlaus sagði...

jamm..það var arnar sem átti þessa færslu

blaha sagði...

við vorum aldrei gæddar neinum afburðagáfum og svo drukkum við þær fáu gráu sem starfhæfar voru frá okkur þarna milli tvítugs og þrítugs, nú er fátt annað eftir en að reyna að svindla sér gegnum mastersnám og landa svo oflaunuðu starfi þar sem enginn fylgist of vel með því sem við afköstum