þriðjudagur, 5. september 2006

Sumarið á enda

og komið haust að minnsta kosti í hugum skólafólks. Ég fer í minn fyrsta tíma eftir hádegi í dag. Þar mun ég stíga mín fyrstu skref hinum megin við Ba-línuna. Hins vegar mun Ísold stíga sín fyrstu skref inn í menntakerfið á morgun-þá förum við í viðtal...úúú. Afskaplega spennandi allt saman, þó ég hlakki til að sjá hana þroskast og læra af kennurum og öðrum krökkum verður undarlegt að hafa ekki litla skinnið mitt syngjandi fyrir mig allan daginn. Reyndar er annað lítið skinn orðið ansi fjörugt, sparkar mikið og lætur vita af sér.
Síðasta verk sumarsins var að búa til dásamlega sólberjasultu úr berjum frá ömmu í holtinu. Tók líka við lyklum af nýju vistarverum okkar sem eru yndislegar. Besti fítusinn við þessi húsakynni eru dimmararnir sem eru á langflestum ljósunum, þetta þykir mér afskaplega fullorðins og sæma fólki sem er orðið þrítugt. Það verður sem sagt rómantísk stemning á nýja heimilinu, jíhaaaa.

0 ummæli: