undarlegir hlutir gerast hratt
stundum er himinninn búinn að vera öskugrár heillengi en allt í einu er hann orðinn blár og heiðskír, gerist öruglega oftast á Íslandi af öllum stöðum. Tíminn líður stundum undarlega hratt en um leið ótrúlega hægt. Litla barnið okkar er orðin leikskólakrakki, bumban það stór að jafnvægisskynið má fara vara sig. Arnar flutti í dag heila búslóð í gám (með góða hjálp) og nú er dótið okkar einhvers staðar á leiðinni. "Enn er ég að flytja" eru upphafsorðin í einhverri bók og líklega líka í tilvonandi ævisögu minni. Eftir viku verður svo heitmaðurinn á leið til mín, hvernig skyldu árin ellefu hafa liðið sem heitmey Jóns Sigurðssonar beið eftir honum...í festum eins og það var kallað þá. Skrítið að geta aldrei skyggnst fyrir næsta horn, skrítið að gleyma því alltaf að njóta augnabliksins. Jamm segið svo að ekkert gagn sé af heimspeki eða eins og ég fékk að heyra allt of oft " er það ekki gaman"(að nema heimspeki). Hvað getur maður sagt. Það nýtist hins vegar ágætlega eilífðarstúdent að eiga/og hafa átt foreldra með óbilandi trú á manni og ennþá meiri trú á fræðum sem fjalla ekki um hagvöxt eða slagæðar.
Ummæli