All we are saying is give peace a chance
Áttum ljómandi góða helgi í nýja húsinu, á föstudaginn kom dótið allt saman heilt á höldnu. Á laugardaginn fór Ísold til ömmu Bryndísar á meðan ég og mamma reyndum að grinka á kassahrúgunni. Ísoldarherbergi er komið í stand og eldhúsið, hin herbergin ennþá full af kössum og hrúgum. Afi kom og reddaði sjónvarpstengingunni, það er munur að eiga svona góða að hérna á íslandinu. Gærdagurinn var öllu rólegri kaffiheimsóknir og fjölskyldumatur. Um 8 var ég svo mætt í háskólabíó þar sem mamma beið eftir mér með bíómiða á John lennon myndina. Kom í ljós að þetta var einhver svaka sýning og sjálf Yoko var á staðnum innan um fínt fólk og nippa(nýhippar). Voðalega er undarlegt að stundum að fara í bíó á íslandi það er alltaf eins og maður lifi og hrærist í einhverri minihollywood, kvikmyndavélar út um allt og bransalið. Hvað um það myndin var athyglisverð sérstaklega fyrir þær sakir hvað bandarísk yfirvöld eru alltaf hysterísk og geta ekki látið einn lítinn rokksöngvara í friði. Svo á boðskapurinn auðvitað ennþá við þó það sé ekkert voðalega hipp og kúl að vera með hippaboðskap. Eins og John sagði "hvað með það þó flower power hafi ekki virkað", hvernig væri þá að fá smá frið og hætta að pína fólk út um allan heim.
Ummæli
Svo bíð ég spennt eftir myndum úr íbúinni með öllu innvolsinu;o)
svo heyrumst við mjög sún....