að búa með atvinnutónlistarnörd
hefur sína kosti, maður fær að heyra ógrynni af skemmtilegri tónlist og eyrun eru böðuð í sífelldu tónaflóði. Maður kynnist skemmtilegum bókmenntum eins og Record collector en lesandabréfin í því blaði eru afskaplega fyndin lesning. Stundum fær maður reyndar að heyra oft á plötur sem eru kannski ekki beinlínis manns tebolli. En í það heila þá er ég þokkalega viðræðuhæf í þessum poptónlistargeira þó ég leggi ekki á mig að muna útgáfuár eða nöfn á gítarhetjum. Það sem gerist líka og á öruglega líka við kærustur bílaáhugammanna er að maður lætur kannski mata sig svolítið. Ég varð áþreifanlega vör við það þegar ég kíkti á tónlistarsafnið mitt á tölvunni minni...gott og vel. Í safninu voru langflestar plötur runrig, plata með Helga björns sem kom út í fyrra, fínar plötur en ekkert endilega eitthvað sem mig langar til að hlusta á þessa daganna. Hins vegar er minn heitelskaði duglegur að finna svokallaða móutónlist... sem er einhvers konar hugljúft indie, angurvær melankolía og kvennapönk. Hvar væri ég án Cat power, Red house painters og Le Tigre!
Dóttir okkar er svo auðvitað alls ekki útundan í þessari mötun, fyrir svefninn fær hún að hlusta á alls kyns róandi meistaraverk; Red apple falls með Smog,Bavarian fruit bread með Hope Sandoval, Baby með Röggu Gísla og margar fleiri. Faðirinn er auðvitað líka á því að gera eyru barnsins sem víðsýnust(víðheyrnust) með því að láta hana hlusta á allt frá dauðarokki til nýklassíkur. Það er svo spurning hvað kemur út úr því!
Ummæli
Arnar Eggert
yours
Mark Kozelek
Þetta fór í köku þarna á fimmtudeginum seinasta... Það endaði með stór-fjölskyldu-matarsamsæti sem ég þorði ekki að "beila" á, kveifin sem ég er, síminn minn var battlaus og lengra komst ég ekki... Hvað segirðu um að festa niður "deit" í næstu viku?