gámur, glámur, skrámur

Við erum að bíða eftir gámnum, já loksins fáum við dótið okkar. Undafarnar vikur hef ég fundið mikið fyrir því að dótið okkar sé hist og hér. Mér finnst ég alltaf vera að týna einhverju og nokkrir ómissandi hlutir fallið í geiminn þarna einhvers staðar á milli heimila. Þar má fyrst nefna Ernie nokkurn bangsann hennar Ísoldar og inniskóna hennar. Svo er það dótið í gámnum, ég er alveg hætt að gera mér grein fyrir hvað við eigum og hvað þá hver hefur verið að vasast í því þessa þrjá mánuði. Hlutir eru alltaf hlutir en engu að síður veitir það svolítið öryggi þegar maður er búin að koma sér fyrir í dótahafinu sínu. Annars erum við Ísold búin að endurheimta Arnar, sem er búin að vera aðalsöguhetja á söguvefnum edloader.com í fimm vikur. Familían er farin að gista á nýja heimilinu og líkar það bara vel, svefnherbergisgluggarnir okkar vísa út í friðsælan garð. Ísold er komin með sérherbergi, með listaverk eftir frægan listamann á veggnum og lítið hvítt stelpurúm þar sem hún sefur voða vel. Fagurgrænmálaða baðherbergið er yndislegt og vel hægt að liggja þar í bleyti tímunum saman.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju med nyju vistarverurnar. Held ad thad se erfitt ad lata fara illa um sig i Nordurmyrinni. Hafid thad sem best ad innan sem utan:)
Valdís sagði…
Til hamingju með að vera flutt! Hlakka til að sjá íbúðina:)

Vinsælar færslur