föstudagur, 13. október 2006

hjúkett, tókst að klára heimaverkefni vikunnar á meðan Ísold horfði á "sampi samp"(þýðir Svampur sveinsson en er notað sem samheiti yfir teiknimyndir). Sjónvarpið getur verið algjör bjargvættur sem sagt. Þetta þýðir að ég geti farið þokkalega samviskubitslaust í helgarfrí og undirbúið mig andlega fyrir æfingavikunna miklu sem byrjar á mánudag. Planið er að auðvitað eitthvað notalegt og jafnvel sund. Nú verð ég að sinna skinninu. Góða helgi.

1 ummæli:

blaha sagði...

og eldað eitthvað stórkostlegt fyrir sársvangar vinkonur þínar