miðvikudagur, 18. október 2006

ástandið

Allir búnir að vera eitthvað slappir undafarna daga. Þetta þýðir auðvitað að heimilið er ekki komið í neitt almennilegt horf. Lærdómurinn hefur þurft að víkja fyrir slappleikanum og svo í þokkabót er að hellast yfir mig ýmsar áhyggjur um að ekkert sé tilbúið fyrir nýja fjölskyldumeðliminn okkar.
Þrátt fyrir ástandið líður okkur vel í norðurmýrinni og hlakka ég til að koma mér betur fyrir hérna, eiga notalegar stundir.
Að öðru voðalega er ég hneyksluð á sjálfstæðismönnum nánar tiltekið umhverfisráðherra sem segja hvalveiðar skaða ímynd Íslands út á við... Og hvað með kárahnjúka og álverið, kommon, hvernig er hægt að taka mark á svona hentistefnu.

1 ummæli:

Valdís sagði...

Furðulegt, við erum líka búin að vera slöpp. Ansans kuldi og vetur...