Tilraunir

í vikunni er ég búin að halda einn fyrirlestur, ÚHA. Já mér finnst það ótrúlegt og magnað því það gekk bara nokkuð vel hjá mér, ég talaði ekkert of hratt og ágætis umræður spunnust eftir á. Eftir þessa velgengni var akademísk orka mín þá vikuna þurrausin og nú ætti ég að vera gera skilaverkefni vikunnar en gengur treglega. Síðasta helgi var óvenju mannblendin og gerði ég meira að segja tilraun til að fara á airwaves, það gekk ekkert svakalega vel en náði þó að sjá þrjár hljómsveitir. Við Arnar gerðum tilraun til að vera hipp og kúl í bransapartýum en greinilega hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við vorum the mainpeople(humhum) því fáa þekktum við og ekki vorum við í litríkum jogginggöllum! Svo á ég orðið tólf vini á myspace, sem þykir kannski ekki kúl en ekki verri menn en jesú var sáttur með sína tólf þarna í den. see you

Ummæli

Vinsælar færslur