sunnudagur, 19. nóvember 2006

það er eitthvað mjög dásamlegt við þennan brjálaða snjó sem kyngdi niður í nótt. Familían kíkti aðeins út í snjóinn í dag og fannst mér ómótstæðilegt að sjá litla skinnið okkar í risarauða gallanum sínum klofa snjóinn(smelli inn myndum á næstunni).
Á föstudaginn fórum við á crazy tónleika sem ég hefði ekki viljað missa af fyrir heiminn. Meðferðis var ég með púða til að hvíla lúin bein á en þegar molarnir byrjuðu gat ég sko ekki setið kjurr, þau voru bara svo skemmtileg.
Annars er spennan á heimilinu farin að magnast því nú er þetta spurning um nokkrar vikur, og ég er ekki að tala um jólin.

0 ummæli: