í kvöld var okkur boðið af tengdamóður minni í perlulaga restaurant til að borða villibráð....ummmm. Ég hef sannfærst endanlega um það að hamingjuna er að finna í fjallakofa upp á hálendi, Arnar myndi veiða okkur til matar sem ég myndi krydda með blóðbergi. Eftir matinn myndi maður svo dýfa sér í einhverja heita laug í næsta nágrenni. Desertinn þyrftum við að láta senda eftir á þennan fyrrnefnda restaurant en þar er besta jarðaberjaís í heimi að finna, vill svo til að afi hennar Ísoldar býr hann til.
Nú er Moya Brennan/Clannad komin á fóninn og mér finnst eins og við séum að keyra um Donegal á Írlandi, ekki amalegt það.
Nú er Moya Brennan/Clannad komin á fóninn og mér finnst eins og við séum að keyra um Donegal á Írlandi, ekki amalegt það.
Ummæli