þriðjudagur, 21. nóvember 2006

setti inn fáeinar myndir af gullmolanum á Flickrið , Ísold hefur það bara gott hérna á nýja heimilinu okkar í norðurmýrinni. Hér á hún stórt herbergi og sefur í stórubarnarúmi. Hún hefur lært heilmikið undafarna mánuði síðan hún byrjaði á leikskólanum, mest áberandi er kannski orðaforðinn en hún er líka orðin ansi dugleg að leika sér við dótið sitt og farin að dunda sér mikið. Þessa daganna er hún mikil pabbastelpa og finnst mjög gaman að láta lesa fyrir sig. Henni finnst Depill, Emmubækurnar og Einar Áskell sérstaklega skemmtilegar, þær má lesa aftur og aftur. Einnig lesum við oft um litla fílsungan hana Bellu sem eignast litla systur... við erum ekki alveg með á hreinu hvort hún geri sér grein fyrir að hún sé sjálf að verða stóra systir þó hún viti að það sé barn í maganum mínum.

0 ummæli: