fimmtudagur, 16. nóvember 2006

Á íslensku

deginum gerðist svo sem ekkert markvert. Talaði íslensku og komst að því að sjálft afmælisbarnið hann Jónas var alveg ruglaður í því hvar ætti að setja ufsilon og hvar ekki, Konráð Gíslason átti víst þátt í þessari meinloku hans.
Á íslensku sagði nýji veðurfræðingur sjónvarpsins okkur í gær að framundan væri norðanátt og frosthörkur. Hann verður að endurhugsa þessa innkomu sína á ljósvakann því hann getur ekki aflað sér vinsælda með svona spám, sérstaklega þegar þær rætast. Já hvernig væri að fá hressan veðurfræðing, ég er á því að maður þurfi ekki að vera langt kominn í veðurfræði til þess að geta sagt þjóðinni veðurspár þannig að einhver skemmtun sé að (því ekki er mikil skemmtun í sjálfu veðrinu). Á íslensku segi ég það er andskoti kalt, afsakið orðbragðið.

0 ummæli: