þriðjudagur, 14. nóvember 2006

tæknileg mistök

Ekki finnst mér mikil réttlæting í því að nefna glæpi TÆKNILEG MISTÖK hvort sem það er fjöldamorð á saklausu fólki og litlum börnum eða stuldur úr sjóðum almennings til að innrétta húsið sitt. En af síðasta fréttatíma má sjá að Árni Johnsen og Ísraelsk yfirvöld eiga margt sameiginlegt. Mér varð reyndar enn meira óglatt við að sjá sendiherra Ísraels sem bað fólk um að fordæma þá sem þeir eru að murka lífið úr...


Annars hef ég ákveðið að setja 25 ára samband mitt við sjónvarpið á smá hold(ætla samt að horfa á fréttir og þáttinn hans Jónasar Sen, og nei ég er ekki orðin áttræð;). Mér finnst ég ekki lengur vera fá neitt mjög mikið út úr þessu glápi. Eftir að ákvörðunin var tekin finnst mér eins og ég hafi losað mig við einhvern lúsablesa og ég sé frjálsari en ella. Þetta þýðir auðvitað að ég mun (hum hum vonandi) klára öll verkefnin í skólanum, klára jólaundirbúning og ýmislegt annað áður en barnið kemur í heiminn (svo næ ég að blogga um mínar óviðjafnanlegu skoðanir ykkur til skemmtunar í enn meiri mæli!). Kvöldstund við að hlusta á útvarpið, lesa góða bók og fara snemma í háttinn hljómar ekki svo ílla? ekki satt.

4 ummæli:

tinna kirsuber sagði...

Uss... Ég er alveg sammála þér með Árna, ég heyrði þetta líka í morgun og ég frussaði næstum te-inu útúr mér af hneykslan og vanþóknun. Djöfuls siðlausi og illa gefni maður! Ég vildi annars að ég gæti "dömpað" sjónvarpinu mínu en ég fæ það ekki af mér. Ástin er of heit...

pipiogpupu sagði...

Við skulum segja að þessi fyrirheit mín við að skilja við áðurnefnt fyrirbæri sé svolítið hægur prósess....þetta mun hafast.

blaha sagði...

prófaðu að hella/frussa tei yfir sjónvarpið og sjáðu hvort prósessinn hraðist ekki.

Nafnlaus sagði...

sem reyndur sjónvarpsfíkill þá get ég mælt með einu í afvötnun þinni. Það eina sem hefur virkað á mig er að setja sjónvarpið inn í geymslu, setja það á stað þar sem sjónvarpsnúran nær ekki til eða einfaldlega vera með bilað tæki; eins og hefur verið raunin síðustu mánuði;...

...ég tel mig vera á nokkuð góðu róli. Reyni að forðast að byrja að fylgjast með framhaldsþáttum og svona "þú verður að sjá þetta til að geta talað við fólk prógröm"...já já..ég heiti ilmur og er sjónvarpsfíkill...:)