af börnum

er það að frétta að veikindi hafa verið að herja á dömurnar mínar, Ísold nýbúin að jafna sig af eyrnabólgu og kvefi í upphafi síðustu viku þegar sú litla fer að kvefast meir og meir. Á laugardaginn kíki ég til læknis með hana í annað skiptið og fæ þá að vita að hún sé líklega með rs-vírus. Sá var víst eitthvað búin að ganga á leikskóla þeirrar eldri, en Karólína sem í einhverri nafnabók þýddi lítil og sterk hefur verið dugleg að drekka og láta sér batna. Við sem vorum nýfarin að fara út að spóka okkur höfum því verið innilokaðar síðustu daga og eitthvað áfram. Karólína ætlar að verða brosmild, en hún fór að brosa rétt orðin þriggja vikna og brosir meir með hverjum deginum. Auðvitað er myndavélin aldrei til staðar þó á þessu gullnu augnablikum og auðvitað er myndavélin orðin eitthvað hálf léleg.
Hins vegar eignuðust stúlkurnar lítinn frænda á laugardag sem heitir Reginn og er litli bróðir hennar Sunnu sem við hlökkum þvílíkt til að sjá.

Ummæli

Edilonian sagði…
Sælar! Leitt að heyra með veikindin.En vildi þó segja þér að vera hörð við læknana.Ville Logi litli var ítrekað sendur heim áður en eitthvað var gert.Nei nei segi bara svona, aldrei of varlega farið:o/
Annars óska ég ykkur til hamingju með frændann og hlakka til að sjá Karó brosa:o)
Góðan bata!
Móa sagði…
já þeir eru svakalegir þessir læknar stundum og maður leggur líf sitt og sinna í þeirra hendur! Fer með Karólínu í 6 vikna skoðun á morgun en hún er öll önnur. Hlakka til að heyra í þér, gangi ykkur vel með myglaðamatshátíðina, væri sko alveg til í nokkra punga í ykkar kompaníi.
sjáumst
með karólínu, ertu viss um að það hafi ekki staðið smávaxin og ólseig? mig minnir það, hún hefur það frá mér.

Vinsælar færslur