þriðjudagur, 23. janúar 2007

Ég sveik ykkur um annállinn og fólk líklega búið að missa áhugann á slíku þegar er svona langt liðið á janúar. En ðið er allt í einu horfið úr firefox vafranum mínum og ég veit ekki hvernig ég á að laga það (þetta er skrifað í safari)...er einhver tölvunörd hérna!! Sem kann svona. Jæja hvað um það hér er smá best of;

Vandræðalegasti atburður ársins 2006 (og fyndnasti svona eftirá):
Þegar ég ældi á húsvörðinn okkar herra Hamar. Það var ekki gert í gamni get ég sagt ykkur né til að móðga hann en ég var með morgunógleðina frægu sem ég virðist fá í stórum skömmtum þegar ég er ólétt. Ég var á leið niður risavaxna stigaganginn, ég fann æluna koma upp svo ég vatt mér að næsta glugga og ældi, ælan lenti á skallanum á herra Hamar sem var í óða önn að gera vorhreingerningu í pínulitla bakgarðinum. Ég sá að hann leit upp og var ekki skemmt að fá eitthvað gums á hausinn en ég hljóp út og skipaði Arnari með Ísold og Tobba að gera slíkt hið sama svo ekki kæmist nú upp um mig.... ældi svo í portinu til að gera ástandið enn betra!

Besta ferðalag ársins 2006:
Írlandsferðin góða, að koma úr vetrargrámanum með fúlu Þjóðverjunum inn í þetta dásamlega Baileys landslag með káta rauðhærða fólkinu er engu líkt. Það var yndislegt að keyra þarna um, tala við Írana, stoppa á sveitakrám með arineldi, gista á notalegum b og b, sjá sjóinn eftir nokkra mánaða sjóleysi ... líklega bjargaði ferðalagið geðheilsunni. Nánar: heilagurpatrekur.blogspot.com.

Besti drykkur ársins 2006:
Guinness í kránni við verksmiðjuna í Dublin....ummmmmmmmmmmmm, sjálfir Írar trúa á drykkinn sem allra meina bót, mæla til dæmis með því ef maður vill fara í megrun að drekka einungis Guinness því í honum eru öll næringarefni! Athyglisvert.

Versti drykkur ársins 2006:
Kaffið á Írlandi er gjörsamlega ódrekkandi, bragðast eins og gamalt te með kaffikeimi. Líklega áróður svo að maður drekki frekar te eða fræga Guinnessinn.

Restaurant ársins 2006:
Nú rauði drekinn auðvitað á Danziger!! Dásamlegur thai matur og skemmtilegir kallar sem urðu góðir vinir Arnars.

Ótrúlega merkilegt 2006:
Að fylgjast með Ísold þroskast og læra dag frá degi.

Dásamlega merkilegt 2006:
Litla Karólína sem kom í heiminn rétt fyrir jól, algerlega dásamleg.

Afrek mitt 2006:
Fæddi tvö börn á tveimur árum, maður gæti haldið að ég væri skipulögð.

Besti aupair ársins 2006:
Júlían litli bróðir minn( höfðinu hærri en ég), hefðum aldrei lifað af júnímánuð án hans. Ég með æluna á háu stigi og Arnar þurfti auðvitað að vinna fyrir okkur. En Júlían kom sá og sigraði, tók fyrstu kúkableyjuna um leið og hann kom af flugvellinum og ég er stolt af dugnaðinum hjá drengnum.

Besti matur ársins 2006:
Allur sá matur sem móðir mín snertir verður að guðaveigum....hún er dásamlegur kokkur, verður ekki af henni skafið.

Besta plata ársins 2006:
Belle og Sebastian, Adam Green, Beth Orton...þeirra nýju plötur eru mér efst í huga.

Bestu tónleikar ársins 2006:
Adam Green sem ég fór ein á. Posies með Arnari, Jussa og Maju. Jamm og svo sykurmolatónleikarnir. Allir einstakir á sinn einstaka hátt.

Besta bók ársins 2006:
Hef lesið óvenjulítið undanfarið ár, eiginlega til skammar. En ég var mjög hrifin af Yosoy eftir Guðrúnu Evu, Loftskipi eftir Óskar Árna og ævisögu Anais Nin.

Besta málverk ársins 2006:
Málverkið sem Maggi (Magnús Helgason) málaði á vegginn fyrir okkur í Ísoldar herbergi.

Já og svo ég taki smá óskar á þetta þá vil ég þakka fjölskyldu og vinum sem tóku svo vel á móti okkur þegar við fluttum heim, mömmu sérstaklega fyrir að hýsa á stundum viðskotaílla ólétta konu og familí í eina þrjá mánuði.
já svona var það.

11 ummæli:

Maggi Logi sagði...

Varðandi" ð" í Firefox

Prófaðu að eyða fontamöppunni í: /Applications/Microsoft Office 2004/Office

Geri ráð fyrir að íslenskustuðningurinn sé innsettur og þú búin að endurræsa?

Safari = Western (ISO Latin 1)
Firefox= Western ISO-8859-1

svo getur þetta líka verið málið:

Hvernig eru fontastillingarnar ?

Sjálfgefið í FF/Win eru:
Proportional: Serif
Serif: Times new Roman
Sans-Serif: Arial
Monospace: Courier New

Og Default font er Times New Roman

Eða þetta:

Firefox sýndi ekki íslenska stafi á síðunni simaskra.is fyrr en ég stillti forritið á að leyfa ekki síðum að ákveða letur heldur nota það sem ég skilgreini sjálfur: Firefox Preferences/Content/Default font/Advanced og taka þar hakið úr kassanum framan við Allow pages to choose their own fonts, instead of my selections above.

Maja sagði...

What a year! I can't really express myself properly in icelandic, so I'm just going to write in english. You're so lucky to have two such beautiful little girls. Hey could you please tell me your address in Iceland? It's maja.jonsson at gmail thanks that would be awesome!
xoxo love Maja

blaha sagði...

tók eftir því að enn vantar bestu vinkonu ársins. hvenær ætlarðu að gangast við mér? árið 2050?

tinna kirsuber sagði...

Fallegur annáll!

pipiogpupu sagði...

Hæ maggi logi, takk fyrir góð ráð en eins og sést kannski hef ég ekki náð að laga þetta...
ennþá, held samt áfram að reyna
moi til familíunnar þinnar og Eddu þegar hún kemur.

pipiogpupu sagði...

það er aldrei að vita hver verður kosin besta vinkona arsins 2007 thad er ymislegt sem hægt er ad gera til að fa thann heidur...

Ilmur sagði...

frábær annáll ....

Stella Soffía sagði...

Sérlega skemmtilegur annáll hjá þér Móa :-) Hefði viljað sjá svipinn á þýska húsverðinum þegar ógæfan dundi yfir...

Edda sagði...

Er hægt að bjóða sig fram fyrir kosninguna um bestu vinkonu 2007;o)hehe eða kannski að bjóða sig fram í eitthvað sæti á listanum!

blaha sagði...

Puff, tek ekki þátt. Lít á þetta sem stórfellda móðgun við mig og mína hæfileika. Arftaki minn mun aldrei jafnast á við mig. Verði þér að því.

Valdís sagði...

Snilld að þú hafir ælt á húsvörðinn:) Eins gott að þú ert flutt þaðan núna...