þriðjudagur, 2. janúar 2007

Ísold tveggja ára

Ísold á afmæli í dag, var sungið til að vekja skinnið í morgunsárið. Síðan fór hún í kjól og með pabba í leikskólann. Þar fékk hún kórónu sem henni þótti mjög sniðug. Skemmtilegast fannst henni að láta syngja fyrir sig því í bílnum á leiðinni heim bað hún mig að syngja "ísodd afmæli ída" og svo blandaði hún fleiri lögum með svo að úr varð stórskemmtileg lagasyrpa.
Svo margt hefur gerst síðan Ísold var svona lítil eins og systir hennar að mér finnst það hreint ótrúlegt. Það er auðvitað dásamlegt að fylgjast með henni dafna vel í öllum þessum breytingum okkar. Nú síðast fyrir tveimur vikum eignaðist Ísold litla systur sem hún hefur tekið ofsalega vel okkur finnst það einstakt hversu góð hún er við litla barnið sem óneitanlega tekur smá af athyglinni sem hún átti vísa hingað til.
Á fyrstu myndinni er hún nokkura daga, næsta mynd er tekin í eins árs afmælinu sem haldið var hjá ömmu Rós fyrir ári síðan og sú seinasta var tekin á aðfangadag síðastliðinn

4 ummæli:

Edilonian sagði...

Omg dónalufsan ég! Hvernig gat ég gleymt afmælinu hennar Ísoldar minnar!! Jii veit bara ekkert hvaða dagur er þessa dagana. En innilega til hamingju með frumburðinn og þið kannski kyssið og knúsið hvort annað fyrir mig.
Eddan

Rúna sagði...

Innilega til hamingju með afmælisbarnið og hana Karólínu, elsku Arnar og Móa.

pipiogpupu sagði...

kærar þakkir berlínarstúlkur fyrir óskirnar og ykkur óska ég gæfu á nýju ári.

Ilmur sagði...

til hamingju með stúlkurnar ykkar, elsku móa og arnar.

bestu kveðjur frá borg kaupmanna