föstudagur, 16. febrúar 2007

afmæli afmæli afmæli

þetta er nú meiri afmælishelgin. Í dag á hún Þorgerður mín afmæli og vona ég að fyrrum kúgarar okkar í köben dekri við hana með smörrebröd og hogmkaupum.
Nú svo á minn heitelskaði afmæli á sunnudaginn og í því tilefni bið ég ykkur að tjúna á 97.7 milli 1400-1700 fyrir magnaðan afmælisútvarpsþátt. Karólína verður svo tveggja mánaða á mánudaginn þann 19. feb, þessi fyrstu mánaðarafmæli eru eitthvað svo merkileg finnst mér. (Reyndar finnst mér afmæli bara stórmerkilegt fyrirbæri)
Nú svo má ekki gleyma sjálfum konudeginum á sunnudaginn!! Ísold tók nú smá forskot á þessi hátíðarhöld öll sömul og hélt upp á kaþólskan valentínusardag og gaf föður sínum undurfagra túlípana.

0 ummæli: