laugardagur, 3. febrúar 2007

gobba og gitla

Ísold fór í fyrsta sinn í leikhús í dag á skoppu og skrítlu og það var ofsalega gaman. Ísold var voða spennt þegar Skrítla tók á móti okkur í ganginum og tók svo mikið þátt í sýningunni. Reyndar á tímabili hélt ég að hún ætlaði að vera þriðja leikkonan þar sem hún endurtók heilu setningarnar sem Skoppa sagði(er soldið í páfagaukastarfsemi). Mér fannst yndislegt að sjá andlit hennar ljóma og hvað hún var klár að skilja allt sem fór fram. Ekki var ónýtt að Skoppa sjálf talaði við Ísold og þekkti hana strax sem dóttur pabba síns og svo tók ég mynd af þeim saman. Það er orðið ansi langt síðan ég fór með pabba á línu langsokk í þjóðleikhúsinu en það var gaman að upplifa þessa sérstöku stemningu í leikhúsinu(vantaði bara bláan ópal í hléinu). Eftir sýninguna talaði Ísold um Skoppu og líka hvað allir krakkarnir voru fínir og sætir.
Karólína líður miklu betur og er alveg hætt að hósta, stóra systir er soldið mikið að kyssa hana rembingskossum á mitt andlitið þessa daganna, veit ekki alveg hvað Kalíníní finnst um þessa blautu kossa.

0 ummæli: