laugardagur, 24. febrúar 2007

john Corbett


aðdáendur Aidans í Sex in the city voru dekraðir um helgina því sýndar voru tvær myndir með þessum myndarlega manni. Arnar verður líklega að teljast einn harðasti aðdáandi hans hér um slóðir því hann halaði niður heillri plötu eftir hann. Corbett gaf út sína eigin countryplötu sem hljómar alls ekki ílla.
Annars er mér ekki skemmt yfir þessum stjórnmálum, sjálfstæðisflokkurinn sem er búinn að eyðileggja þetta blessaða land með Kárahnjúkavirkjun og fleiri spjöllum er að reyna korteri fyrir kosningar að gefa sig út fyrir að vera grænn flokkur, kommon. Hvað næst. Hvernig væri að gefa út lista yfir öllu því sem þeir hafa klúðrað, loforð sem þeir efndu ekki. Hvernig væri að fólk færi að vakna úr þessu sjálfstæðisflokksdái og kjósi eitthvað annað(og þá er ég ekki að meina framsóknarflokkinn) þakka ykkur fyrir.

5 ummæli:

tinna kirsuber sagði...

Ola! Hvaða dagur í næstu viku hentar þér í kaffihúsahitting? Keypti doldið ponsu til að gleðja tveggja barna móður :)

pipiogpupu sagði...

Þriðjudag er ég ekki laus en annars er ég frekar laus!

Ilmur sagði...

aidan er mest kúl. hvað heitir platan?

pipiogpupu sagði...

Hún heitir bara john Corbett;)

Edilonian sagði...

úff hvað þið eruð falleg fjölskylda!!
Ég fæ aldrei nóg af því að segja það!
Hlakka svooo til að hitta ykkur:o)