Mumin


Ísold er með múmínálfana algerlega á heilanum, syngur upphafstefið og vill horfa á þá stanslaust. Hún kann orðið nöfn allra persónanna talar þó mest um múmínsnáða og Míu litlu. Sú síðastnefnda er alveg dásamlega neikvæð alltaf hreint. Ísold er líka farin að kunna handritið utan að og getur sagt setningarnar áður en persónurnar sjálfar segja þær. Nú er okkur foreldrunum farið að lengja eftir annari múmínspólu því við erum búin að sjá þetta aðeins of oft- en maður fær víst aldrei nóg af því góða.

Ummæli

Vinsælar færslur