mánudagur, 5. febrúar 2007

softporn

ég var að komast að því eftir krókaleiðum að æskuvinkona mín er búin að skapa sér nafn í softporni....Ójá, og þið þekkið hana að öllum líkindum ekki þar sem hún er frá suður Frakklandi(og nei ég læt ekki upp nafn hennar fyrir porn áhugamenn). Hún er sem sagt leikkona og hefur leikið í töluvert mörgum myndum og þáttum en er greinilega frægust fyrir að sýna bert hold sitt. Ég viðurkenni að ég fór strax að hugsa hvort ég væri nú sjálf búin að afreka nóg miðað við aldur. Síðan komst ég að því að önnur æskuvinkona mín frá suður Frakklandi sem ég kynntist á fæðingardeildinni fyrir 30 árum er líka orðin mamma og hún á meira að segja tvær stelpur eins og ég...Það er eitthvað svo skrítið að sjá og heyra frá vinum sínum eftir svona langan tíma og allt er þetta hægt vegna internetsins, þar er hægt að skyggnast inn í líf ókunnugra sem kunnugra og það undarlegasta er hve sýniþörf fólks er sterk. Það er eins og maður gangi um hverfi þar sem allir eru með gardínunar dregnar frá og sumir jafnvel bjóði fólki inn að kíkja líf sitt. Annars hef ég sjálf verið í smá ómeðvituðu softporni síðustu vikur en ég hef tekið eftir að þar sem ég sit í sófanum og gef unganum mínum brjóst að ég er með áhorfendur, hópur pólverja sem býr á móti okkur;).

0 ummæli: