vonda skapið

Já, ég var í svo vondu skapi áðan að það rauk út úr eyrunum á mér, einhvers konar blanda af isoleringu og hversdagspirringi. Ekki bætir ástandið að það er heimsmeistaramót í keilu hér á efri hæðinni á undarlegustu tímum...en hvað um það Ég og Karólína fórum út í ferska loftið og með hverju skrefi bættist skap mitt. Fékk dásamlegt kaffi hjá Þorgerði á Tíu dropum(besta kaffihúsi bæjarins) sem gerði síðan gæfumunin. Nú svo keypti ég fingravettlinga á litla skrippildið hana Ísold og gekk svo heim á leið. Það er greinilegt að það er ágætt að viðra heilann til að viðhalda góðu skaplyndi í hversdagsins ólgusjó.
Það sem gæti bætt ástandið enn meir væri að:
Ríkistjórnin falli og !"#%$#"% íhaldið fái sögulega lítið fylgi.
Davíð Oddson hætti að eyðileggja fjárhag allra landsmanna með þessum fáránlegu vöxtum sínum.
Friður komist á í heiminum.
ég gæti prjónað hratt eins og Brynja og fleiri.
Er ég að ætlast til of mikils, já líklega.

Ummæli

Móa sagði…
já og þið megið alveg kommenta!
Nafnlaus sagði…
cool, afhverju varstu í vondu skapi???
Ég er í góðu skapi því ég er að fara til osló og spánar!!
Móa sagði…
ég man ekki af hverju núna enda komin í betra skap og farin að hlusta á vaselines
Nafnlaus sagði…
Gvöð hvað ég skil þig. Ég veit allavega að líf mitt myndi verða skapbetra og fyllra ef ég kynni að prjóna svona fínt. Styð þig í baráttunni!
en í dag? ertu í vondu skapi í dag líka? er búin að reyna að ná í þig en þú ert kannski löngu búin að sturta símanum þínum ofan í klósett vegna fýlu.
gleymdi því, dreymdi einmitt draum í nótt þar sem þú varst ótrúlega fúl og ég ætlaði að hringja í þig til að segja þér frá honum en nú þori ég því varla.... mjög fyndinn draumur....
Nafnlaus sagði…
viðurkenningarkomment á lestur, versgú og ég skil þig.... vona samt þú sért komin í betra skap þar sem skap getur verið smitandi ... og það er alltaf séns þú hittir á davíð og sért í góðu skapi... þá kannski fer hann í gott skap líka og hver veit nema hann fatti hvað það er frábært að deila með sér í stað þess að einokra..... annars bara kveðjur frá köben og smá augl. í leiðinni.... ef þú/þið þekkið eh sem vill skipta um íbúð (köben/rvk) á tímabilinu 2 til 10. apr. annað hvort alla daga eða eh daga þá væri ég þakklát fyrir ábendingu á mig og mailinn minn: halldoran@gmail.com

takk fyrir að leifa mér að augl. í kommentakerfi blogg þíns....

Vinsælar færslur