þriðjudagur, 20. mars 2007

úff púff, þvílíkt andskotans veður. Voðalegt að berjast við þetta, gleymdi algerlega að gera það sem ég þurfti á göngu minni með Karólínu í vagninum, Snorrabrautin sérstaklega erfið hélt hreinlega að við myndum fjúka á haf út. Annars erum ég og Karólína báðar búnar að eiga afmæli, ég á laugardaginn sánkti Patrek og var dagurinn ósköp notalegur og kvöldið dásamlegt.(þakkir til prinsessanna allra). Svo í gær varð Karólína þriggja mánaða hvorki meira né minna og í tilefni dagsins hló hún! Líklega að hlæja að bugtum og beyjum móðurinnar í mömmujóganu.

3 ummæli:

ilmur sagði...

til hamingju með afmælið Móa.

Stella Soffía sagði...

Innilegar (og síðbúnar) hamingjuóskir með patrekinn og nítjándann! Hafið það alltaf sem allra best.

pipiogpupu sagði...

takk fyrir það norrænu prjónasystur.