úff púff, þvílíkt andskotans veður. Voðalegt að berjast við þetta, gleymdi algerlega að gera það sem ég þurfti á göngu minni með Karólínu í vagninum, Snorrabrautin sérstaklega erfið hélt hreinlega að við myndum fjúka á haf út. Annars erum ég og Karólína báðar búnar að eiga afmæli, ég á laugardaginn sánkti Patrek og var dagurinn ósköp notalegur og kvöldið dásamlegt.(þakkir til prinsessanna allra). Svo í gær varð Karólína þriggja mánaða hvorki meira né minna og í tilefni dagsins hló hún! Líklega að hlæja að bugtum og beyjum móðurinnar í mömmujóganu.
Ummæli