flensuskott

Flensan náði í skottið á okkur, því fórum við lítið um helgina nema einn langan bíltúr um alls kyns úthverfi borgarinnar(sem ég kalla út í sveit, en það má AET auðvitað ekki heyra). Á laugardagskveldið fékk svo Ísold mikinn hita svo við fórum á læknavaktina hér handan við götuna á sunnudaginn. Alltaf þegar litla skottið mitt verður veikt þá er ég guðslifandi fegin að búa ekki í henni Berlín, því þó hún sé að mörgu leyti frábær fannst mér sýstemið þeirra ekkert sérlega frábært, hvað þá að geta ekki skilið leiðbeiningar á lyfjunum eða að vera húðskömmuð af þýskum lækni(úff). Svo er auðvitað bara óþægilegt að vita ekki hvert nákvæmlega maður getur farið í neyð með lítil veik börn og skilja fólkið ílla. Þjóðverjarnir eru auðvitað svo nákvæmir að ef þeir kunnu ekki á útlendingadæmið sendu þeir mann bara burt! Þetta þýðir að ég kann ósköp vel að meta að geta sótt auðveldlega í læknishjálp....þetta er farið að hljóma eins og eitthvað sem stjórnmálamaður myndi segja, but what the hell!
Í dag voru allir veikir nema litla(minnsta) skott þannig að ástandið var ekki beysið. En einhvern veginn kemst maður í gegnum daginn, mamma kom eins og frelsandi engill með svo miklar birgðir að við erum vel undirbúin undir kjarnorkustyrjöldina.
Annars sæki ég hér með um gott veður og batnandi tíð...þessi veikindi eru þreytandi.

Ummæli

Vinsælar færslur