syngur fingralagið
Ísold syngur og syngur þessa daganna enda flensan að baki og allir orðnir hressir. Ísold er voðalega umhugað um systur sína og knúsar hana mikið, þegar hún grætur spyr hún hana "hvað er að kalíní mín". Fullorðins vísitölulífið gengur ágætlega er meira að segja komin með bakverk í stíl við aldurinn sem er að færast yfir.......jam ég á afmæli bráðum. Ótrúlegt fyrir einu ári vorum við á ferðinni á Írlandi, afmælisdeginum varði ég í cork í skrúðgöngu þar sem allir og þá meina ég allir voru rauðhærðir. Kvöldinu áður hafði ég drukkið guinness og whiský til þess að róa aldurskrísuna og það verður að viðurkennast að með mjöðinum hvarf krísan eins og dögg fyrir sólu.
Ummæli
Kveðja
Hrefna