mánudagur, 2. apríl 2007

bollywood

við sitjum hér mæðgur og bíðum eftir feðginum sem skruppu í búð. Við erum að hlusta á lúna spiladós sem spilar örlítið falskt og litlu uppþvottavélina. Sú síðastnefnda fengum við í haust gefins frá mömmu/afa og ömmu, hún er dásamleg hefur bjargað nokkrum geðheilsum. Einhvern veginn er bara mun skemmtilegra að skola og raða í hana en að vaska upp stútfullan vaskinn. Helgin var soldið strembinn, Arnar mikið að vinna en okkur tókst engu að síður að mæta í barnaafmæli og veislu bróður míns.
Ég varð voða glöð með hafnfirðinganna sem sögðu nei við frú Burns. Mér fannst hótanir og kúgunaraðferðir hennar fremur lúalegar, nú er bara spurning hvort hún standi við orð sín og pakki saman víst hún fékk ekki það sem hún vildi. Hvað væri þá hægt að nota þetta húsnæði í, well hvernig væri að búa til okkar eigið hollywood/bollywood....feðgini komin bless bless

1 ummæli:

baldur sagði...

Bollywood er þægilegur bransi sem hægt er að troða hverju sem er inní. Fá bara einhvern til að kópía dansinn úr annarri mynd og spila einhver öfgadrama- eða rómantísk lög undir. Þar hefurðu handritið!