hjartað


Ég er að fara í rannsókn á morgun vegna þess ég lenti í úrtaki hjá hjartavernd. Nú í frekar neikvæðu sunnudagsskapi þá langar mig ekkert sérstaklega til að fara fastandi í blóðprufu einhvers staðar upp í smáranum en flestir þeir sem ég ráðfæri mig við segja að ég sé að spara mér stórpening með því að þiggja þessa rannsókn. Síðast þegar ég fór fastandi í blóðprufu endaði ég í kjöltunni á hjúkrunarfræðingnum og faðmaði hana í leiðinni, mjög skemmtilegt s.s.. Ég hef einu sinni áður lent í úrtaki og þá var verið að mæla beinþynningu í beinunum mínum það var þegar ég var nýorðin stúdent fyrir ellefu árum síðan(OMG) það var svo sem ágætt ég komst að því að ég er með 111% sterk bein sem ég veit ekki hvað þýðir, kannski hef ég miskilið þetta fullkomlega vegna þess hve vandræðalega mér fannst læknanemarnir vera þá. Nú er bara spurning hvað þeir munu komast að á morgun, hvort hjarta mitt sé hjartalaga, hvort ég hafi næga hjartagæsku og hvort jarðarberjasjeik sé gott fyrir litaraft hjartans.

Ummæli

Móa sagði…
hjartað á myndinni er úr kind, sýniþörf mín á netinu er ekki alveg komið út í öfgar, eða hvað?
Maja sagði…
Ég vona að allt er í lagi xox

Vinsælar færslur