þriðjudagur, 24. apríl 2007

æðifinar æðar

finnst þessi hjartamynd ekkert sérlega góð til að horfa á, er líklega búin að fæla frá heilmarga með þessu gori. Rannsókn gekk vel, það leið ekki yfir mig og slagæðarnar ómskoðaðar, var sjálf alltaf að leita að baun eins og ég er vön að gera í sónar en sem betur fer var engin baun í hálsinum mínum og konan sagði að ég væri með fínar æðar... gott að vita að maður sé fínn að innan. Annars er ég frekar eirðarlaus þessa daganna og skapið jafn stabílt og veðráttan. Það er svo margt á dagskrá sem ég þarf að klára en einhvern veginn kem ég mér ekki að verki í flestum af þessum verkefnum. Ohh ef ég væri nú skipulögð og ekki svona hrikalega utan við mig....hugurinn reikar til Aix-en Provence, æskuslóðanna:

0 ummæli: