Snorri H. oG Ísold Th.


Snorri H. oG Ísold Th., originally uploaded by pipiogpupu.

Jæja loksins komnar inn myndir úr kræklingatínslunni á föstudaginn langa. Sá bar nafn með rentu því dagurinn var langur og skemmtilegur.
Fengum frábært veður í Hvalfirðinum, tíndum eins og vindurinn meira en nokkur gat torgað. Síðan var snúið í höfuðborgina sumir heim og aðrir beint á Reynimel að hreinsa. Um kvöldið buðu svo Þuríður og Sólveig meistarakokkar uppá dásamlegar kræklingakræsingar fyrir 30 manns. Það endaði að sjálfsögðu með söng og partýi!
Í fjörunni voru ansi mörg börn með í för í þetta skiptið og á myndinni má sjá Ísold og Snorra í góðri samvinnu

Ummæli

Unknown sagði…
Þið sniðug að týna kræklinga, sýnið gott fordæmi :-) Þetta hefur greinilega verið svaka túr hjá ykkur.

Ég hélt ég hefði borðað endanlega yfir mig af kræklingum í Frakklandi eitt sumarið en svo reyndist ekki vera. Eftir nokkra hvíld borðaði ég krækling í nýársboði i Danmörku og það var sá allra besti skelfiskur sem ég hef nokkurn tímann smakkað!
Nafnlaus sagði…
æðislegar myndir Móa og Arnar... vekja góðar tilfinningar!!

Vinsælar færslur