þriðjudagur, 17. apríl 2007

tilraun 2

ég var búin að skrifa mjög inspíreraðan texta um tilveru mína sem þrjátíu og eins árs húsmóðir í norðurmýri, en hún hvarf. Akkurat núna var ég að enda við að skúra sjö tonn af saltkex mylsnum af stofugólfinu sem eldri gríslingur skreytti gólfið með í morgun kl 5:30, en þá glaðvaknaði hún og ekki aftur snúið. Ekki hægt annað að dást að ungviðinu því þegar það vaknar þá er það sko ekki að freistast til að leggjast aftur í rekkju, ósei sei nei. Nú litla ungviðið heldur þokkalega kúlinu en þegar hún vaknaði um átta var hún heldur ekkert til að taka letidag í rúminu enda búin að sofa síðan sjö kvöldinu áður. Bleyjuútbrotið hennar er hins vegar loksins að hverfa (ég er viss um að einhver hefir áhuga á þessum upplýsingum); notaði gammeldags taubleyjur nú yfir helgina til að slá á þetta og MEN! þetta fer alveg með þvottakerfið hjá mér, nú er ég að drukkna í þvotti sem á eftir að brjóta saman. Annars fyrir utan sull, hor og útbrot gengur þetta ágætlega bara. Aðdáun mín á húsmæðrunum í gamla dag sem áttu upp undir annan tug af börnum er orðin ansi mikil og líka bara þeim sem hafa gert þetta að lífstarfi sínu því þetta er bara meira en að segja það og ef ég heyri enn einu sinni setninguna "já ertu bara heima núna" fær sá og hinn sami að heyra það. Annars er ég friðsöm að eðlisfari, svo engar áhyggjur.

1 ummæli:

blaha sagði...

en þú ert samt skæður friðarsinni.