mánudagur, 21. maí 2007

ferðalög

Við erum familian plús amma og móðurbróðir að fara í ferðalag...mér finnst það ekki beinlínis ferðalag til útlanda því við erum að fara þangað sem ég kallaði heim til ellefu ára aldurs, Aix en Provence. Þó ég ætti að vera orðin nokkuð útlærð í ferðalögum verður þetta fyrsta ferðalag mitt með tvær litlar skottur. Það er mér nokkurn veginn eðlislægt að pakka á vorin og haustin, hef gert það svo lengi sem ég man. Stundum kvíði ég ferðalögum, flugvélum og öllu því veseni sem því fylgir en hins vegar vildi ég ekki án ferðalagana og reynslunar af þeim vera. Draumaferðin til Írlands var sannarlega ein sú dásamlegasta ferð sem ég hef farið í, að keyra um hobbitalandslag með mínum heitelskuðu og ekki sakaði að litla skotta kom líklega undir þarna á slóðum forfeðrana. Ferð mín með mömmu fyrir ellefu árum til Ástralíu og Japan gaf mér algerlega nýja sýn á heiminn. Ferðin til Ameríku með Gunnþóru var geggjuð....
Æjá skemmtilegar minningar nú er ég alveg hætt að kvíða ferðalaginu en hlakka til að safna fleiri ferðaminningum.
-------

Fór að tilkynna stuld á hjólinu hjá löggunni í dag, sakna fáksins gífurlega og ekki hafði hann fundist. Líklega fæ ég hann úr tryggingunum en er soldið leið á að geta ekki bara fengið hjólið mitt tilbaka. Verð líklega að stofna hagsmunasamtök hjólaeigenda og hver er svona samviskulaus að stela hjólum, HA.

--------
Veðrið er algerlega sækó í dag fór út í hagli, síðan kom sól og steikjandi, slydda, haglél aftur og svo rigning.......................

-------
Nokkuð ánægð að fá smá félagshyggju í næstu stjórn og bara nýja stjórn vonandi verður samfylkingin samkvæm sér og nógu sterkt aðhald við íhaldið. Ánægð með að hafa kosið S en fannst þau eiga fleiri atkvæði skilið. Verst hvað Steingrímur minn uppáhaldsgaur sprakk soldið á limminu eftir kosningar, en fyrirgef honum það. Það getur líklega tekið á að vera alltaf í stjórnarandstöðu.

0 ummæli: