Pólverskir nágrannar mínir

hafa tekið niður risahvítadiskinn af svölunum sínum sem nemur líklega pólverskar sjónvarpsstöðvar. Það var hin ágætasta skemmtun að sjá þá þrjá saman á svölunun eitthvað að klaufabárðast kallandi á tvo á grasflötinni með sínum fjölmörgu og seiðandi s-hljóðum. Mér er farið að þykja nokk vænt um þessa kauða, Arnar heilsar þeim yfirleitt með því að segja góðan daginn og skál á þeirra móðurmáli--til mín brosa þeir kankvíslega. Enda stundum ég og þeir á víxl öflugar gagnnjósnir sem við lærðum í kaldastríðinu.

Spurningin nú er sú
a) eru þeir að flytja...sem væri fremur sorglegt því þeir eru eina mannlífskryddið í götunni.
b) ætla þeir að fá sér nýjan og öflugri móttökudisk?( þá líklega til að geta njósnað um okkur betur)
c) kannski mótmæli eða uppgjöf við dagskránni á Polsat og þeirri staðreynd að þegar mynd er talsett er aðeins einn fenginn í verkið til að tala fyrir alla karakteranna og þeir talsetjarar sem ég hefi heyrt í hafa ekki hæfileika Ladda okkar...

Önnur grunsamleg staðreynd; nýkominn í samyrkjubúið á vegum íslenska fyrirtækisins áltak er síðhærður pólverji og talar hann stöðugt í símann á svölunum....! hvað er í gangi?
Grunlausir eru þeir að ég tengist póllandi ákveðnum böndum og að Karólína heitir í eftir pólskri hálfsystur minni.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
:D Það er sko nauðsynlegt að eiga skemmtilega nágranna til að fylgjast með. Vona að þeir séu ekki að flytja.
Tilraunalandið sagði…
Vá en spennandi. ég tek líka undir með jóhönnu, ég vona að þeir séu ekki að flytja.
Móa sagði…
að minnsta kosti er bíllinn frá fyrirtækinu enn fyrir utan nú er bara að bíða og sjá eða réttara sagt njósnað.

Vinsælar færslur