miðvikudagur, 2. maí 2007

til hamingju með fyrsta mai.Mér fannst fréttaskýring á forsíðu moggans í dag fara algjörlega yfir strikið í virðingarleysi gagnvart fyrsta mai, en sá dagur hefur merkingu fyrir mjög marga og enn fremur sögu sem er mjög mikilvæg fyrir margt fólk. Það vantaði bara að hafa mynd með pistlinum af höfundi og fleiri sjálfstæðismönnum í hvítum peysum að spila krikket, glottandi.
Nú svo fór fyrirtæki hér í borg líka yfir strikið með því að borga unglingum til að auglýsa tópas með mótmælaspjöldum í kröfugöngunni, höfundum þessarar fásinnu hefur líklega þótt það fyndið og við hæfi en þetta var algjör skelfing...Gamall maður hnarreistur öruglega á níræðisaldri skammaði þá og maður sá að virkilega að þessi dagur hafði raunverulega merkingu fyrir hann. Verð að viðurkenna að það fauk líka í mig þetta var bara asnalegt.
Hins vegar er komin svolítill kosningafiðringur í mig, það má segja að ég hafi verið haldin pólítísku þunglyndi upp á síðkastið eða kvíða. Ástæðan er að hálfa mína ævi hefur sjálfstæðisflokkurinn verið í stjórn og það er löngu komið nóg... ég bara skil ekki hvers vegna þeir eru alltaf kosnir aftur og aftur. Þeir eru hreinlega búnir að vera of lengi við völd og vald spillir. Þeir til dæmis komast upp með að lofa allt í einu nú að geta bætt velferðarkerfi...þó þeir hafi haft öll þessi ár til að gera það.
Ef ég heyri enn einu sinni þessa mygluðu mýtu þeirra að ef vinstristjórn komist að þá fari fjármálin til fjandans, þá æli ég...ég sé ekki að þeir sjálfir séu að sýna svo frábæran árángur.
Hvernig væri að kjósa ekki bláa í ár.

0 ummæli: