þriðjudagur, 15. maí 2007

vonbrigði

tók út vonbrigðin með sólarhringsniðurgang og uppgangspest. Þetta er hrein ömurð...það ömurlegasta að fólkið í Þessu landi kýs alltaf þennan helvítis sjálfstæðisflokk, þó hann hafi dregið þjóðina óviljuga í íraksstríðið, starfrækji þrælabúðir á austfjörðum, fari ílla með börn, gamalmenni, fatlaða og stúdenta og síðast en ekki síst svífst einskis í loforðum sem eru svo svikin strax eftir kosningar. Nei samstarfsflokkurinn fær það óþvegið en þeir koma glottandi út úr þessum kosningum af því þeir kunna að ljúga. Hver kýs þetta, greinilega annar hver og fyrir hvað, Efnahagslegt jafnvægi....þessi helvítishræðsluáróður þeirra virkar greinilega á fólk. Verð að segja að ég finn ekkert sérstaklega fyrir þessu jafnvægi kannski ríka fólkið geri það. Orðin hundleið á öllu þessu vel meinandi fólki sem kýs alltaf gamla góða flokkinn sinn af því það hefur alltaf gert það. Þið megið bara eiga þetta. Verst er að hinn helmingurinn sem kaus breytingar þarf að sitja uppi með þessa bláujakkafataklíku. Grátlegar kosningar.

0 ummæli: