föstudagur, 1. júní 2007

geðþekk litla systir söngfuglsins

Karólína fína fékk einkunina Mjög geðþekk og fín í sexmánaða skoðun sem var flýtt vegna fyrirhugaðs ferðalags. Hún sýndi allar sínar listir listavel hjá lækninum og brá ekki svip þegar hún fékk sprautu s.s. sannur víkingur.
Ísold söngfugl er voða kát þessa daganna, hún er alltaf að telja alla upp í stórfjölskyldunni og segir síðan "allir saman". Hún er dugleg að syngja og finnst voða gaman að dansa við litlu systur við abbababbtónlistina, kyssa hana og lesa fyrir hana( hvort sem er auglýsingabæklinga eða mústafa). Karólína brosir breitt til systur sinnar við þessi uppátæki hennar og finnst hún greinilega fyndin. Það verður skemmtilegra með hverjum deginum að fylgjast með samspilinu á milli þeirra, Ísold vill alltaf vel þó knúsin hennar geti verið harkaleg, hún er ekki alveg í postulínsdúkkugírnum eins og við vorum með frumburðinn okkar.
við foreldrarnir erum að farast úr fullorðinssjúkdóminum, stressi. Það gerir auðvitað lítið gagn en ýmislegt þarf að klára áður en stigið er upp í járnfuglinn á leið suður á bóginn. Í gær rakst ég á dagbók frá því fyrir sextán árum sem sannar að ég hafi verið gelgja...og ég sem hef alltaf haldið fram að ég hafi verið fremur skynsöm ung stúlka....ég verð að fara brenna þessa dagbækur.

af samyrkjubúinu þá eru kertastjakar komnir í gluggann og mér sýndist ég sjá kvennmann, úlalahhh!

0 ummæli: