fríið


mæðgur, originally uploaded by pipiogpupu.

dældi inn helling af provence myndum. ferðasögu var lofað: í nokkrum setningum þá var þessi dvöl dásamleg, þrjátíu stiga hiti upp á dag en samt gola, sveitahúsið var fullkomið með villtum garði og lítillri á, þar fyrir handan gulur hveitiakur undir hvítri fjallshlíð Sainte Victoire. þar vörðum við miklum tíma við að slaka á, skoða garðinn og dýralífið og svo borðuðum við dýrindismat á hverju kvöldi sem listakokkurinn mamma reiddi fram úr velvöldu suður-frönsku hráefninu. Dögunum eyddum við með ferðum til Aix, á markaðinn, á æskuslóðir mínar, í heimsóknir til fjölskylduvina, í skoðunarferðir í lítil þorp, á ströndina(Ísoldar uppáhald) og meira að segja einn daginn í stórborgina Marseilles. Síðla dags vorum við yfirleitt komin snemma svo stelpurnar gætu aðeins slakað á, þá fór Ísold oft á "rólóró" með pabba og Karólína vildi fá sinn kvöldmat klukkan sex ekki mínútu fyrr né síðar(hún var nokkurs konar klukka í tímaleysinu). Síðan voru systurnar baðaðar saman og beint í háttinn. Kvöldin eyddum við í að skeggræða (Arnar skeggjaði ræddi sérstaklega) og lesa, lesnar voru upp kvöldsögur og skemmtiþættir. Því þarna var ekkert net né sjónvarp og einmitt vegna þeirrar staðreyndar var fríið mjög mikið frí.
Við lentum auðvitað í ýmsum ævintýrum sem verða kannski sögð síðar. Mér fannst tímabært að koma aftur til Aix og finna hvaðan ég kem að einhverju leyti en líka finna hvers vegna ég vildi flytja til Íslands á sínum tíma og hvers vegna mér finnst gott að búa á Íslandi. Aix var bæði mjög breytt og töluvert minni en líka alveg eins, og mér fannst eins og sums staðar þá þekkti ég hvert tré og hverja gangstéttarhellu. Gæti vel hugsað mér að flytja aftur til Aix eitthvað tímabundið en þetta eru svo sem allt vangaveltur. Jæja man ekki meir, kæra fólk.

Ummæli

Unknown sagði…
Var að kíkja á myndirnar, mikið eru stelpurnar þínar orðnar stórar og fallegar. Bestu kveðjur frá Brighton.
Móa sagði…
takk fyrir, vonandi eruði ekki gegnsósa þarna úti, kveðjur úr mýrinni

Vinsælar færslur