pipi og pupu
Við erum komin heim, langar að súmmera ferðina og dvölina betur en veit ekki hvar skal byrja. Ferðin heim var næstum sólahringslöng og ströng og samgöngutækin mörg sem við notuðum. Við reyndum að venja ísold af bleyju í fríinu sem gekk ílla til að byrja með og slysin mörg(mikið pipi og pupu), en nú í kvöld biður ungfrúin um koppinn og kúkar rosa fínt. Við auðvitað mjög stolt stóðum skælbrosandi og klappandi yfir afrekinu. Karólína er komin á skrið búin að vera á fullu að skríða aftur á bak en er farin að taka eitt til tvö fram á við síðan í fjórða. Ferðasögur koma seinna og jafnvel einhverjar myndir.
Ummæli