um ljóð og merkisdaga

Fékk fréttir um það að ljóð eftir mig væri komið í katalóg fyrir farandssýningu í norrænahúsunum sem byrjaði í færeyjum. Sýningin verður opnuð hér á afmæli pabba þ.e. 25. ágúst sem mér finnst skemmtilega tilhlýðilegt. Fyrir ljóðið fæ ég nokkuð háa upphæð í dönskum krónum. Ljóðið var pantað...hum hljómar eins og ég sé tónskáld á 18. öld, það átti að fjalla um náttúru. Ég var ekki lengi að skella upp politicallý correct ljóði, hvort ég sé sjálf ánægð með útkomuna verður að liggja milli hluta. En nú geta einhverjir sem ég hef gagnrýnt fengið útrás, skemmtilegt finnst ykkur ekki. Veit ekki hvort ég hef geð í mér að birta það hér á þessu mömmubloggi mínu.
Annars vil ég óska ömmu minni Ólöfu P. Hraunfjörð til hamingju með afmælið, en hún er skírð í höfuðið á merkisljóðskáldinu Ólöfu frá Hlöðum.

Ummæli

Tilraunalandið sagði…
Vá! til hamingju Móa. þetta er geggjað. Endilega birtu ljóðið og ég greini það í eindir (iii).

Vinsælar færslur