fimmtudagur, 23. ágúst 2007

má blogga smá

Var að klára risaþýðingu sem á að skilast í lok vikunnar svo ég leyfi mér þann munað að blogga(hvað sem það nú er).
Verð að segja að mér finnst ég stundum búa í andrésblaði, af hverju er annars litlausi borgarstjórinn okkar að taka einn ískáp úr vínbúð í miðborginni? til að kenna íslendingum að drekka vín, til að fólk hætti að kaupa sér vín niðri í bæ, til að fullir unglingar hætti að láta eins og bavíanar niðrí bæ eða til að rónarnir hætti að drekka. Nei ég veit ekki til hvers en mér finnst þetta eiginlega bara fyndið og sorglegt í senn.
Annars eru þetta vonandi einu sumarprófin sem ég mun nokkurn tíman skrá mig í sjálfviljug, það er hálf ömurlegt að hafa þetta hangandi yfir sér allt sumarið, sérstaklega þar sem maður kemst sjaldan í þetta vegna óþrjótandi barnastúss.
Í dag bættust síðan áhyggjur við vegna þess að hún Karólína kemst ekki strax inn á leikskólann og ekki útséð um hvort hún kemst inn. Ekki að við viljum losna við litla geðþekka skriðdýrið okkar en fullt nám mitt og Arnars vinna er svolítill pakki. En það getur ekki annað en reddast! eða hvað?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh dæs...við erum líka að bíða eftir að ÝH fái að byrja á sínum leikskóla...

best að vona það besta eins og leikskólastjórinn sagði við mig...dæs

ilmur

pipiogpupu sagði...

púff! já þetta er eitthvað en barnaparadísin sem þið komið úr. Vonum það besta með þér, viltu ekki koma á næstu herðubreið annars?

pipiogpupu sagði...

nú veit ég Villa vantaði bara ískáp sjálfur fyrir bjórinn sinn!

Nafnlaus sagði...

xynjdherðubreið hljómar vel ;)

Helga Þórey sagði...

andrésblaðalíkingin er mjög fyndin. ég bara dey úr hlátri yfir þessu með máli. ég get ekki einu sinni orðið reið eins og svo oft þegar pólitíkusar fremja asnastrik.

það er búið að stofna hóp á feisbúkk. áhugamannafélag um eftirlaunasjóð villa. fólk sem vill að hann drífi sig bara til heitu landanna. mér finnst það ekki svo slæm hugmynd. svona áður en ég þarf að taka rútuna á selfoss ef mig langar að kaupa mér bús.