mánudagur, 13. ágúst 2007

Ísold með fjall í hárinu


Ísold með fjall í hárinu, originally uploaded by pipiogpupu.

Komum heim í gær eftir vel heppnaða heimsókn á Grundarfjörð til Ragnheiðar og Steinunnar. Grundarfjörður er mjög fallegur bær og Kirkjufellið fallegasta fjallið, Ísold og Steinunn léku sér sem aldrei fyrr og við slökuðum á. Það jafnast ekkert á við íslensku sveitina. Ég væri alveg til í sætt hús í fallegum bæ út á landi með útsýni til fagurra fjalla, hreint loft og óendanlega mikið pláss fyrir litlu dísirnar okkar. Hvenær við flytjum næst veit ég ekki en það má alltaf dreyma. Bílferðirnar hins vegar geta verið ansi erfiðar, sérstaklega þegar ég sit milli grátandi barna. Setti inn myndir af Grundarfjarðarferð og Hjalteyrarferð.

4 ummæli:

Edilonian sagði...

Vá!!! þetta eru SVAKALEGIR slöngulokkar!! Ekki klippa þá í burtu;o) hehe neinei maður getur ekki alveg sagt að hún sé með slétt hár;o)

pipiogpupu sagði...

HA ha!

marta sagði...

Minn Hjörtur á alveg eins ótrúlega flotta færeyska peysu.
Fannst ég einhvern vegin verða að deila því og koma þar með upp um mig sem laumulesara á þessu bloggi.
eníhú.. Hils Marta

pipiogpupu sagði...

dásamlegt, virðist eiga fleiri laumulesara en yfirlýsta samkvæmt kommentakerfinu(vonandi;). Jamm mér finnst þetta líka geggjaðar peysur.