til hamingju með afmælið í gær tinna mín


þann áttunda áttunda núll sjö.
afsakið hlé sagði tölvan þegar ég reyndi skrifa þetta í gær. Tölvan fraus og svo fór ég að eltast við speedy gonzales sem er meira en lítið mál: Karólína sem sagt ætlar að slá öll met, skríður ofsahratt, stendur upp við hvert tækifæri og tekur jafnvel skref. Ekki er hægt að segja að hún hafi þessa eiginleika frá mér sallarólegri. speedy fékk svo fyrstu tönnina á leið norður um versló-ein komin hellingur eftir!
Annars finnst mér eiginlega bara komið haust, hvort það er rigningin, dimman eða rigningin veit ég ekki en áhugi minn á kertaljósum og prjónaskap eykst með hverri mínútunni af rigningu.
Mig vantar nokkur ráð í uppeldinu; hvernig segir maður ómálga barni að ryk, sandur, steinar, fjaðrir, límmiðar séu ekki til átu.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Karólína líkist frænda sínum í Eyjum. Hann fór að skriða á afmæli þínu 17.3. settist 3 dögum seinna og var farinn að ganga með hálfum mánuði eftir afmælið. Byrjaði síðan að ganga 9 mánaða og var 7 kg. á eins árs afmælinu.
Unknown sagði…
jahá sá kann að halda hátíðisdaga!
Nafnlaus sagði…
Og laufblöð ;) Manstu þegar ég dró næstum heilt tré útúr henni í heimsókninni... Magnað barn!

Vinsælar færslur