föstudagur, 14. september 2007

eirðarleysi

já ég er að farast úr eirðarleysi.
Hins vegar svo ég haldi áfram fréttaflutningi frá okkar lífi (vegna einskærs áhuga ykkar;) þá er ég að fara vera með krakkahóp í alliance francaise á laugardögum í vetur, einhvers konar frönskukennsla innan gæsalappa þar sem þetta á nú að vera fyrir 5- 8 ára krakka. Ísold verður með mér og pikkar upp kannski nokkrar setningar.
Svo er það hin fréttin kláraði stykki loksins í herðubreið í gær ekki sekkinn góða, en hólk. Bleikur og gylltur, átti að vera trefill en er miklu kúlari sem hólkur(eða hvað sem maður kallar þetta fyrirbæri sem getur verið trefill og húfa í senn), jibbí. Var að fatta að hann á eftir að smellpassa við hjólið-úha. Nú verð ég setja sekkinn á fastforward ef hann á að klárast áður en Karólína er komin á fullt í Sólgarði. Bytheway henni gekk vel í dag lék sér og var hin hressasta reyndi hins vegar að skríða yfir andlit kollega síns í aðlögun....hum hum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

meira pönk!

pipiogpupu sagði...

heitir víst strokkur fyrir áhugasama.