hjólahamingja
Eins og þið vitið sem nennið að lesa þetta blaður mitt var hjólinu mínu stolið í mai síðastliðinn(þriðja í röð; kommon!), ég hef verið í reglulegu sambandi við Jóhannes hjá löggunni, en nei ég hef ekki fengið hjól mitt til baka og vegna hárrar sjálfsábyrgðar eða vegna þess hve hjól mitt var ódýrt fékk ég zero út úr tryggingum. En hvað um það ég tók mig til og spurði kollega mína í prjónaklúbbnum Herðubreið (kratarnir stálu nafninu frá okkur helvískir) hvort einhver ætti gamlan fák til að selja mér og viti konur, Sóla og Þura áttu slíkan handa mér og gáfu mér. Það heitir ROCKY sem mér finnst auðvitað all-svakalega kúl og í dag tók ég mig til og spreyjaði það gyllt á meðan Kalíní svaf og Ísold bjó til graut í sandkassanum. Það er geggjað!
Á morgun byrjar skólinn og smá taugatitringur í gangi og áhyggjur yfir tímaleysi.
af börnum, Karólína segir dada, baba, mama, jæja en eina orðið sem okkur finnst hún segja og skilja hvað hún er að segja er "hæ". Ísold talar um margt og mikið sum orð eru enn á einhvers konar barnamáli eins og; skófla er slobba, kollhnís er púddnís, Paddi broddgöltur í dýrunum í Hálsa... heitir Broddlákur.
Á morgun byrjar skólinn og smá taugatitringur í gangi og áhyggjur yfir tímaleysi.
af börnum, Karólína segir dada, baba, mama, jæja en eina orðið sem okkur finnst hún segja og skilja hvað hún er að segja er "hæ". Ísold talar um margt og mikið sum orð eru enn á einhvers konar barnamáli eins og; skófla er slobba, kollhnís er púddnís, Paddi broddgöltur í dýrunum í Hálsa... heitir Broddlákur.
Ummæli
skólakveðjur, ilmur -alltaf í odda á þir og mið
takk fyrir hamingjuóskir