föstudagur, 28. september 2007

leikskólalíf

eldri anginn okkar er heima með hitaslæðing í dag, henni leist reyndar ekkert á að Kalíní sín þyrfti að fara á leikskólann. Vildi hafa hana hjá sér. Í gær var dagurinn ótrúlega pródúktívur, náði að læra heima og með hjálp afa og ömmu í holtó gat ég loks sett upp gardínur inn í svefnherbergi, sýningum sem sagt hætt og sem betur fer því vindhviður gærdagsins feyktu öllum eftirhangandi laufum af trjánum.
Litli angi er búin með aðlögun þó svo við foreldrarnir eigum eitthvað eftir í að aðlagast þessu. Okkur líst nú bara ágætlega á leikskólann hennar og finnst hún hafa mannast helling síðan hún byrjaði. Maður er náttúrulega æstur í að fá leikskólapláss svo maður geti sinnt námi og vinnu en síðan hellist yfir mann samviskubit þegar maður lætur barnið frá sér. Þrátt fyrir þessar þversagnir er ég ósköp ánægð með leikskólana og fólkið sem hugsar um börnin okkar. yesserí svo mikið viturlegt hef ég að segja í dag!

1 ummæli:

blaha sagði...

það myndi líka róa mann að vita til þess að fólk fengi almennilega borgað fyrir að passa börnin manns...