" NEI hlusta á Metal"
Sagði eldri dóttir mín við mig í morgunsárið þegar ég bað föður hennar að spila eitthvað aðeins léttara ! Arnar var auðvitað mjög glaður með viðleitni dóttur sinnar enda er hann að byrja með metalþátt í kvöld sem heitir einmitt-Metall. Ég treysti á að þið metalhausarnir leggið við hlustir á rás tvö klukkan 22:00 í kvöld! Efast ekki um að Arnar eigi eftir að spila frábært þungarokk af ýmsum toga, persónulega myndi ég bara spila orthodox metal oftast bara Black Sabbath og svo myndi ég alltaf spila TÚ MINUTES TÚ MIDNÆT með járnfrúnni rétt fyrir miðnætti.
Það er náttúrulega hellingur að frétta, en í dag byrjaði krílína speedy í aðlögun á Sólgarði og það er nákvæmlega ár síðan systir hennar byrjaði á Sólborg. í dag var hún nú aðeins í klukkutíma með þrem öðrum krílum í herbergi langminnst en mest á hraðferð. Hún skreið út um allt og yfir alla nú og ekki nóg með það heldur var hún ekkert að veigra sér við það að rífa leikföngin af hinum börnunum, hum hum...
Fengum plássið fyrirvaralaust, ég reyndar trúði því að við fengjum ekki pláss fyrr en um áramót svo það er auðvitað svolítið undarleg tilfinning að Karólína sé byrjuð á leikskóla alveg heilu ári yngri en Ísold var þegar hún byrjaði.
Já svo fór ég á klippingu í gær, jesserí topp-lady!
Ummæli
óþekktur aðdáandi