sameining og jafnvægi
jæja fyrsta skólavika byrjuð, gekk þokkalega en fór reyndar langmest í að endurskipuleggja hvaða kúrsa ég ætti að taka og hvað væri hentugast. Annars er ég að reyna hætta að velta mér upp úr því hve mikið er að gera hjá mér, því mér finnst leynast einhvers konar vestræn firring og eigingirni í því. Langflest af því sem maður er að gera velur maður sjálfur, þannig að hafi maður mikið að gera þá er það vegna þess maður vill það! og hvers vegna vera gera mál úr því og þar að auki þeirri eigingjörnu hugsun að það sé meira að gera hjá manni en hjá einhverjum öðrum hvað þá að halda því fram að það sé mikilvægara.
Stelpurnar komnar saman í herbergi og gengur vel. Sú yngri reyndar töluvert fljótari að sofna en sú eldri en hingað til hafa þær lúrað saman alla nóttina án vandræða. Ég man alveg eftir því sem lítil stelpa að hafa talað við sjálfa mig inn í svefninn og hugsað með öfund til krakka sem gátu talað við systkynin sín á kvöldin svo ég get ekki ímyndað mér annað að þeim eigi eftir að líka þetta fyrirkomulag en það kemur líklega bara í ljós.
Stelpurnar komnar saman í herbergi og gengur vel. Sú yngri reyndar töluvert fljótari að sofna en sú eldri en hingað til hafa þær lúrað saman alla nóttina án vandræða. Ég man alveg eftir því sem lítil stelpa að hafa talað við sjálfa mig inn í svefninn og hugsað með öfund til krakka sem gátu talað við systkynin sín á kvöldin svo ég get ekki ímyndað mér annað að þeim eigi eftir að líka þetta fyrirkomulag en það kemur líklega bara í ljós.
Ummæli
-mark k