Íslenski draumurinn
Ég er í einum kúrsi í háskólanum sem fær mig iðulega til að efast um hvort ég ætti yfir höfuð að vera að tjá mig á íslensku. Í síðasta tíma var mikið rætt um sjúkdóm sem hrjáir íslenska þjóð nefnilega þágufallssýki. Úff verð að viðurkenna að ég er ekki með þetta neitt á hreinu með aukafallsfrumlagið. En þessir tímar fá mig mikið til að hugsa um íslenskukunnáttu. Mér finnst(má það?) stundum eins og íslenskan sé afskaplega fínn kántrí klúbbur og maður fær ekki inngöngu nema maður hafi alist upp í einhverju fjárhúsi úti á landi þar sem fólk talar hið raunverulega góða mál...en við sem höfum alist upp í Reykjavík hvað þá út fyrir landsteinana getum ekki haft svo góða máltilfinningu. Reyndar finnst mér ég oft hafa betri máltilfinningu á hinu móðurmáli mínu þó þar vanti mig mikinn fullorðinsorðaforða og stafsetningu(þvílíkt kombó). Þá er spurningin er máltilfinningin eini mælikvarðinn á hvað sé rétt eða rangt og hver segir til um hver hafi góða máltilfinningu eður ei. Er tungumálið að þróast með fleiri linmæltum höfuðborgarbúum og nýbúum, er það slæmt? Mér finnst líka eitthvað svo týpískt að það sé talað um þágufallssýki...er hægt að taka pensílín við henni? En ég hlakka til og ykkur kvíður fyrir svo ekki er öll von úti, eða hvað? jú tell mí
Ummæli