snjóbíll

Snjór, ótrúlega jólalegur jólasnjór úti og ég er gersamlega að tryllast úr jólaspenningi. Millinn okkar er (nissan sunnyinn okkar sem var metinn á eina milljón af bankastjóranum) búinn að vera á síðustu metrunum heillengi. Miðstöðin engri lík, blæs framan í mann ísköldum blæstri sem er ekki alveg málið á hrímköldum vetrarmorgnum, nú svo var bremsan eiginlega farin, ein framrúðan föst og flestar þeirra mosagrónar...já já og margt fleira sem ég kann ekki að nefna en fjórtán ágætis ár (undanfarin ár hefur afi verið kraftaverkalæknirinn í lífi millans og kom honum í gegnum skoðun sem frægt er orðið). Í gær var sem sagt keyptur alvöru bíll af gerðinni Ford, hann er ekkert ólíkur þeim fyrri að ytri gerð silfurgrár langbakur, en þegar inn er komið mætir manni heitur bíll með framrúðuhitara og nútíma tónlistarflutningagræjum. Millinn með sitt kasettutæki var kvaddur á eldshöfða á þessum kalda vetrarmorgni og heim keyrðum við á fullorðinsbílnum sem er okkar fyrsti keypti bíll. Spurning hvað fókusinn verður kallaður! Kemur allt í ljós. En við erum í það minnsta ferðbúinn fyrir veturinn.

Ummæli

Unknown sagði…
Til hamingju með nýja bílinn!

Væri alveg til í smá snjó núna (og snjóbíl). Það er orðið svo dimmt hérna síðan þeir breyttu klukkunni og svo er líka svo jólalegt þegar það snjóar...
Tinna Kirsuber sagði…
Ekki entist snjórinn! Ansans!
Edilonian sagði…
jii hvað þetta er fyndið! Mig dreymdi ykkur í nótt eins og ég minntist á á mínu bloggi, þið voruð á hjóli en Ísold á rosa flottri risastórri vespu!! Svo var ég líka að þvælast uppá Eldshöfða í gærmorgun dúðuð vettlingum, trefli og eyrnaskjólum vegna kuldans:-o
Til hamingju með drekann eða er langbakur kannski frekar hvalur!!;o)
Móa sagði…
já langreyður er öruglega nærri lagi hann er risastór að sjá.
nei og sei sei nei Ísland stendur alltaf fyrir sínu með veðurfarssýnishornum.
Tilraunalandið sagði…
ég er alveg dolfallin yfir þeim sýnishornum sem við höfum fengið síðustu tvo daga. alveg geggjað. I love it!!!
baldur sagði…
Til hamingju með drossíuna!

Ég verð að játa að þessar pælingar um snjó og íslensk veðurfarssýnishorn eru mér ansi fjarlægar, Kambódía voðaljúf.

Sýnishornalandið nálgast þó óðfluga og vonandi verður það með jólasnjó þegar þar að kemur :)

Vinsælar færslur