sunnudagur, 18. nóvember 2007

Bókahelgi

Bók Arnars míns og Einars Bárðar kom út á föstudag á afmæli Jónasar. Svaka útgáfupartý með frægu fólki, vinum og tilheyrandi glysi. Svo erum við að fara í annað glyspartý í kvöld...(gær) þó ég sé engan veginn stemmd og vill helst ekki fara út fyrir hússins dyr! Við hér á Íslandi hljótum að taka með fyrirvara öllum fréttum um hlýnun jarðar!

Partýið var hörmung, bombur og grámenn, alls ekki þess virði að maður færi út í þennann frostvind. Í dag tók yngsta barnið fyrstu skrefin óstudd heima hjá ömmu sinni og afa á Sólvallagötu, hún var gífurlega stolt af sjálfri sér og við auðvitað líka...ótrúlegt hvað þau vaxa fljótt þessi gull:) bara mánuður í að Karólína verði eins árs.

Svara áskorun Eddu og tileinka Arnari.

1: Hardcover or paperback, and why?

Kiljur, þær eru girnilegri eins og Edda segir. Elska rendurnar á kilinum sem sýna að maður hefur lesið bókina oft.


2: If I were to own a book shop, I would call it…
kál og kenning3: My favourite quote from a book (mention the title)
Tala til þín blítt sem sjálfur skíni/og stjörnur blómgist á engi eigin blóðs/mín eigin sýn eru stjörnur blóðs þíns/ skuggi minn fölnar er mæli til þín blítt/.../ tala svo blítt til þín/ sem talir þú til mín. e. R. W.
nei ég kann þetta ekkert utanbókar en þessi ljóðaþýðing pabba úr pólsku ljóði blasti hér við mér(þar sem ég sit) og hún er ein af þessum mörgu uppáhalds...

4: The author (alive or deceased) I would love to have lunch with would be…
Tolstoy

5: If I was going to a deserted island and could bring only one book, except for the SAS survival guide, it would be
Anna Karenina

6: I would love someone to invent a bookish gadget that
man ekki eftir neinu í fljótu bragði er það ekki einmitt kosturinn við bókina það þarf ekkert háþróað "gadget" til að njóta hennar. Bókin er háþróaðasta afþreyingin.


7: The smell of an old book reminds me of…
það er ekki hægt að segja eitthvað eitt. Mjög sérstök lykt af pabbabókum t.d. svo er nýjubóka lykt, bókasafnabókalykt...


8: If I could be the lead character in a book (mention the title) it would be…
Anna Karenina...kannski ekki svo eftirsóknarvert en hvar væri maður án dramans!


9: The most overestimated book of all times is…
hef líklega ekki lesið hana.


10: I hate it when a book…
glatast í láni, er vond eða tilgerðarleg

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég myndi taka da vinci lykilinn með mér á eyðieyju...ég á eftir að lesa hana

arnar

Nafnlaus sagði...

bækur eru fyrir fífl

-magnús gauti

Nafnlaus sagði...

hei móa...just telling you I havent forgotten you. Yeah, that Einar Bárðarson book, it rocks!

m kozelek

Edilonian sagði...

þú ert algjör Dimmalimm:-o ;o)

blaha sagði...

arnar, trust me þú sæir þá eftir því að hafa ekki líka tekið með þér höfundinn til að geta skammað hann eftir lesturinn. ein af milljón ofmetnustu bókum þessarar aldar.